
„Það er frábært að vera stödd hérna. Sjáið bara bláa hafið, það er eiginlega enginn Norsari hérna,“ segir GunnInga Sívertsen, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands og fyrrum varaformaður KSÍ.
Hún er í Sviss sem stuðningsmaður og spáir íslenskum sigri gegn Noregi í kvöld. Ísland er úr leik fyrir leikinn eins og allir lesendur ættu að vita.
Hún er í Sviss sem stuðningsmaður og spáir íslenskum sigri gegn Noregi í kvöld. Ísland er úr leik fyrir leikinn eins og allir lesendur ættu að vita.
„Liðið okkar er frábært. Við erum í úrslitakeppni á EM og styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu. Auðvitað viljum við ná lengra en ég hef fulla trú á því að við náum sigri í kvöld."
Mun GunnInga snúa aftur í fótboltann?
„Mig klæjar alltaf í puttana en sjáum hvað gerist seinna meir," segir hún og útilokar ekkert.
Athugasemdir