Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 10. ágúst 2021 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Hallsson: Þetta gerðist hjá Liverpool í Istanbúl
Mynd: ÍR
Arnar Hallsson þjálfari ÍR var himinlifandi eftir frábæra endurkomu sinna manna á útivelli gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  3 ÍR

Heimamenn leiddu með tveimur mörkum í leikhlé en Reynir Haraldsson setti þrennu á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik og landaði ÍR fræknum sigri.

„Þó við höfum verið 2-0 undir í fyrri hálfleik þá fannst mér stórir hlutar leiksins vera okkar eign. Við vorum að spila vel og höfðum trú á því að það væri leið inn," sagði Arnar eftir endurkomusigurinn.

„Við ætluðum bara að ná einu og sjá hvort við gætum ekki búið til smá óöryggi þarna en svo tók Reynir til sinna ráða og setti þrjú."

Arnar líkti þessari stundu við frábæran kafla Liverpool í Istanbúl 2005 þegar liðið skoraði þrjú mörk á sex mínútna kafla á svipuðum tíma í síðari hálfleik eftir að hafa lent þremur mörkum undir í þeim fyrri.

„Þetta gerist í fótbolta, þetta gerðist í Istanbúl hjá Liverpool - það kemur móment í leiknum, svona orkurush. Fólkið sem mætti á völlinn gaf okkur orku og trú. Ég verð að segja að mér finnst við vel að þessu komnir."

Lestu um leikinn
Athugasemdir