Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   lau 10. ágúst 2024 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
FH fær miðjumann frá Gent (Staðfest) - Sending frá Arnari Viðars
Mynd: Skjáskot/FH
Mynd: KAA Gent

Robby Wakaka er genginn til liðs við FH frá Gent. Hann gerir samning við félagið út tímabilið með möguleika á framlengingu.


Wakaka er tvítugur belgískur miðjumaður en hann lék með varaliði Gent á síðustu leiktíð. Hann mun spila í treyju númer 5 hjá FH.

Davíð Þór Viðarsson er yfirmaður fótboltamála hjá FH. Arnar Þór, bróðir Davíðs, er íþróttastjóri hjá Gent.

Næsti leikur FH er gegn KR á Meistaravöllum næstkomandi mánudagskvöld.

„Robby er leikmaður sem við höfum mikið álit á og teljum að muni passa vel inn í þá uppbyggingu sem við erum í. Við ákváðum í sameiningu að gera samning út tímabilið með möguleika á framlengingu. Robby er miðjumaður sem líður vel á boltanum, er með mikla hlaupagetu og góðan leikskilning. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í Kaplakrika og tökum vel á móti honum í fyrsta heimaleik hans á móti Val eftir rúma viku." Sagði Davíð Þór í samtali við FH media.


Athugasemdir
banner
banner
banner