Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 10. ágúst 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikurinn umturnaðist við innkomu Arons Einars - „Auðveldasta mark sumarsins"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór og Njarðvík skildu jöfn á Akureyri í dag þar sem gestirnir náðu tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik en heimamenn komu til baka. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Það á að vera 4-0 eftir fjórar mínútur allavega miðað við færin. Vorum svo flottir í næstu tíu mínútur á eftir en svo gefum við þeim smá mómentið og við náum ekki að sækja það aftur. Mér fannst vanta tempó í liðið varnarlega, þeir fengu mikinn tíma á boltanum en opnuðu okkur ekkert en fá sénsa úr föstum leikatriðum," sagði Siggi Höskulds.

„Svo mætum við út í seinni hálfleikinn og gefum þeim auðveldasta mark sumarsins, svo annað, þá fannst mér við svolítið litlir. Svo fáum við mikið 'power' síðustu 25 mínúturnar og óheppnir að ræna þessu ekki í lokin."

Aron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik með Þór í sumar og leikur liðsins umturnaðist við það.

„Það sýnir hvað alvöru karakter getur smitað trú inn í liðið. Nákvæmlega það sem liðinu hefur vantað lengi, týpur sem ná að smita einhverja orku í samherjana. Leikurinn umturnast síðustu tuttugu mínúturnar," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner
banner