Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 10. ágúst 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikurinn umturnaðist við innkomu Arons Einars - „Auðveldasta mark sumarsins"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór og Njarðvík skildu jöfn á Akureyri í dag þar sem gestirnir náðu tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik en heimamenn komu til baka. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Það á að vera 4-0 eftir fjórar mínútur allavega miðað við færin. Vorum svo flottir í næstu tíu mínútur á eftir en svo gefum við þeim smá mómentið og við náum ekki að sækja það aftur. Mér fannst vanta tempó í liðið varnarlega, þeir fengu mikinn tíma á boltanum en opnuðu okkur ekkert en fá sénsa úr föstum leikatriðum," sagði Siggi Höskulds.

„Svo mætum við út í seinni hálfleikinn og gefum þeim auðveldasta mark sumarsins, svo annað, þá fannst mér við svolítið litlir. Svo fáum við mikið 'power' síðustu 25 mínúturnar og óheppnir að ræna þessu ekki í lokin."

Aron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik með Þór í sumar og leikur liðsins umturnaðist við það.

„Það sýnir hvað alvöru karakter getur smitað trú inn í liðið. Nákvæmlega það sem liðinu hefur vantað lengi, týpur sem ná að smita einhverja orku í samherjana. Leikurinn umturnast síðustu tuttugu mínúturnar," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner