Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   lau 10. ágúst 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
West Ham einbeitir sér að Wan-Bissaka
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það hefur verið nóg um að vera hjá West Ham á félagaskipta markaðnum í sumar og er félagið hvergi nærri hætt.


Franski miðvörðurinn Jean-Clair Todibo er við það að skrifa undir samning hjá félaginu en hann kemur frá Nice. Það var mjög óvænt þar sem hann virtist vera á leiðinni til Juventus.

Fabrizio Romano greinir frá því að um leið og Todibo hefur skrifað undir mun enska félagið klára kaup á Aaron Wan-Bissaka, bakverði Man Utd.

Það mun gera það að verkum að Man Utd geti klárað kaupin á Noussair Mazraoui, bakverði Bayern, en Matthijs de Ligt, liðsfélagi Mazraoui hjá þýska félaginu, er einnig orðaður við Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner