Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. september 2020 06:00
Victor Pálsson
Rennes staðfestir viðræður við Chelsea
Mynd: Getty Images
Rennes í Frakklandi hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Chelsea vegna markvarðarins Edouard Mendy.

Mendy hefur undanfarna daga verið orðaður við Chelsea sem vill fá markvörð til að veita Kepa Arrizabalaga samkeppni.

Forseti Rennes, Nicolas Holveck, hefur nú staðfest að það séu viðræður á milli félagana að svo stöddu.

„Viðræður eru byrjaðar við Chelsea vegna Edouard Mendy. Ég get skilið hans vilja, hann hefur rætt við okkur," sagði Holvack.

„Eins og er þá höfum við ekki náð samkomulagi um félagaskipti. Allir þrír aðilar þurfa að ná saman."

Chelsea var tilbúið að borga 20 milljónir evra fyrir leikmanninn en Lille er talið vilja hærri upphæð.

Athugasemdir
banner
banner
banner