Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 10. september 2022 14:26
Aksentije Milisic
Framherji Wolfsburg segir að draumurinn sé að fara til Arsenal
Jonas Wind.
Jonas Wind.
Mynd: Getty Images

Hinn danski Jonas Wind, sóknarmaður Wolfsburg í Þýskalandi, hefur viðurkennt að draumur hans sé að spila fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.


Þessi 23 ára gamli leikmaður kom til Wolfsburg frá FCK í janúar á þessu ári en hann hefur skorað fimm mörk í 14 leikjum fyrir félagið.

Daninn er strax farinn að horfa á næsta skref en í viðtali greindi hann frá því að spila fyrir Arsenal hafi alltaf verið draumur hans.

„Ef ég horfi til framtíðar, þá yrði Arsenal draumafélag fyrir mig. Þetta hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið," sagði Wind.

„Ég held að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi og það væri spennandi að spila þarna. En ég er ekki að einbeita mér að því núna. Wolfsburg er gott lið fyrir mig og ég vil standa mig vel hérna."

Wind hefur skorað fimm mörk í 15 leikjum fyrir danska landsliðið en Danmörk verður í riðli D á HM í Katar sem hefst í nóvember. Önnur lönd í riðlinum eru Frakkland, Ástralía og Túnis.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner