Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 10. september 2022 12:40
Aksentije Milisic
Lineker: Fótboltinn missti af tækifærinu til að heiðra drottninguna
Gary Lineker.
Gary Lineker.
Mynd: Getty Images

Sparkspekingurinn Gary Lineker, vottaði Elísabetu Englandsdrottingu virðingu sína í dag en hann segist vera sár og svekktur með að fótboltinn hafi ekki fengið tækifæri til þess sama um helgina.


Í gær var ákveðið að ekki yrði spilað í enska boltanum um þessa helgi af virðingu við Elísabetu en ekki voru allir sammála þessari ákvörðun.

Lineker segir að þarna hafi verið tækifæri fyrir fótboltann til þess að heiðra drottinguna. Krikket deildin í Englandi og í Wales frestaði sínum leikjum í gær en haldið var áfram að spila í dag.

„Í ljósi dásamlegra og áhrifaríkra atburða á The Oval í dag finnst mér það algjör synd að fótboltinn skuli ekki fara fram um helgina og því glatað tækifæri fyrir hann til að votta virðingu sína," sagði Lineker á Twitter og hafa margið tekið undir þetta.

Í gær var fjallað um það að enska úrvaldeildin hafði miklar áhyggjur af hegðun stuðningsmannanna og því hafi það verið aðal ástæða þess að ekki verður spilað um helgina.


Athugasemdir
banner
banner