Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 10. september 2022 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Toppleikmaður í dönsku úrvalsdeildinni kærður fyrir nauðgun
Mynd: Vilhjálmur Siggeirsson
Leikmaður hjá stóru liði í dönsku úrvalsdeildinni var í dag kærður fyrir nauðgun og fyrir kynferðislega áreitni gegn tveimur öðrum konum, en ákærurnar voru staðfestar af borgardómi Kaupmannahafnar í dag.

Fyrsta atvikið átti sér stað á Imperial-hótelinu í Kaupmannahöfn í apríl á þessu ári en leikmaðurinn á að hafa þvingað konu til að hafa við sig munnmök þrátt fyrir að hún hafi margbeðið manninn um að hætta.

Leikmaðurinn er einnig kærður fyrir kynferðislega áreitni gagnvart tveimur konum í júlí og ágúst. Danskir fjölmiðlar segja þar að hann hafi kysst tvær konur gegn þeirra vilja.

Umræddur leikmaður og fórnarlömb hans eru ekki nafngreind í þessu tiltekna máli en hann spilar hjá toppliði í dönsku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt frétt Viaplay er lögreglan enn að rannsaka málin og fara réttarhöldin fram fyrir luktum dyrum. Hann verður í tíu daga gæsluvarðhaldi og verður svo tekin ákvörðun um framhaldið, en leikmaðurinn neitar sök.

Leikmaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur.
Athugasemdir
banner
banner
banner