Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 10. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Futbol Skanalen 
Elanga ræddi við Isak um möguleg skipti til Newcastle
Mynd: Getty Images

Svíinn Anthony Elanga, leikmaður Nottingham Forest, átti samtal við landa sinn Alexander Isak, leikmann Newcastle, undir lok félagaskiptagluggans þegar sá síðarnefndi var orðaður við Newcastle.


Nottingham hafnaði 35 milljón punda tilboði Newcastle í sænska vængmanninn en hann sagði í viðtali við sænska miðilinn Fotbol Skanalen að hann væri sáttur hjá Nottingham.

„Umhverfið í Nottingham er gott. Það er ljóst að þegar Newcastle sýnir manni áhuga þá er maður að spila vel þegar stórt lið sýnir áhuga. Nottingham er einnig stórt félag, þeir hafa unnið Meistaradeildina tvisvar, þó svo að það var áður en ég fæddist," sagði Elanga.

„Isak ræddi þetta við mig en ég sagði það sama við hann og ég sagði við þig. Við eigum gott samband og náum vel saman þegar við spilum saman. En ég er samningsbundinn Nottingham."


Athugasemdir
banner
banner
banner