Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 10. september 2024 14:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fara frá Þór/KA og spila í Meistaradeild Asíu
Lidija Kulis.
Lidija Kulis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Lidija Kulis og Lara Ivanusa, sem sömdu við Þór/KA síðasta vetur, hafa yfirgefið félagið og samið við félag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Þór/KA á fjóra leiki eftir af sínu tímabili og voru þær Lidija og Lara í nokkuð stóru hlutverki í liðinu. Það er hins vegar ekki um neitt gríðarlega mikið að keppa hjá Þór/KA í loka leikjunum, en liðið vill þó halda sér í 3. sæti Bestu deildarinnar.

Þær eru búnar að semja við Abu Dhabi Country sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Asíu í lok ágúst með því að fara í gegnum þrjá leiki í forkeppninni. Liðið sló út Al-Nassr í úrslitaleiknum um sæti í riðlakeppninni.

Lara Ivanusa er slóvenska landsliðskona, sóknarmaður sem kom frá og er fædd árið 1997. Hún lék fjórtán deildarleiki og skoraði tvö mörk.

Lidija Kulis er landsliðskona Bosníu-Hersegóvínu. Hún er varnarmaður sem fædd er árið 1992. Hún lék fimmtán deildarleiki með Þór/KA í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner