Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 10. október 2020 14:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristrún og Amanda í sigurliðum - Le Havre tapaði
Kvenaboltinn
Kristrún Rut.
Kristrún Rut.
Mynd: Selfoss
Þrjú Íslendingalið í evrópska kvennaboltanum voru í eldlínunni í dag.

Í sænsku B-deildinni vann Mallbackens útisigur á Sandvikens. Kristrún Rut Antonsdóttir kom inn á snemma leiks hjá Mallbackens og lék rúman klukkutíma. Liðið er með 29 stig eftir 20 umferðir, sjöunda sæti deildarinnar. Andrea Thorisson var ekki í leikmannahópi Kalmar gegn Kvarnsvedens.

Le Havre tapaði á heimavelli í efstu deild í Frakklandi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn með Le Havre sem er í 10. sæti, með fjögur stig eftir fimm umferðir.

Loks vann Farum BK lið Álaborgar í efstu deild Danmerkur. Amanda Andradóttir kom inn á og lék síðasta hálftímann í liði Farum sem er í 4. sæti deildarinnar með sautján stig eftir tíu leiki.

Sandvikens 1 - 2 Mallbackens

Farum BK 2 - 0 Álaborg

Le Havre 0 - 1 Reims
Athugasemdir
banner