Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 10. október 2021 14:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte áhugasamur um Newcastle en hann er með kröfur
Ítalski knattspyrnustjórinn Antonio Conte er sagður áhugasamur um að taka við Newcastle, en hann er með ákveðnar kröfur ef hann á að taka við starfinu.

Þetta segir staðarmiðillinn Chronicle Live en félagið mun væntanlega tilkynna um brottrekstur Steve Bruce í þessari viku.

Nýir og moldríkir eigendur frá Sádí-Arabíu tóku við eignarhaldi á Newcastle í síðustu viku og þeir ætla að ráða nýjan stjóra. Conte, sem er mikill sigurvegari, er einn af þeim sem hefur verið nefndur. Hann hætti með Inter eftir að hafa gert liðið að Ítalíumeisturum á síðasta tímabili.

Conte er sagður áhugasamur um að taka við Newcastle, en hann er með þær kröfur að fá að taka ákvarðanir um leikmannakaup.

Conte fékk ekki að ráða miklu um kaup og sölur í síðustu störfum sínum hjá Chelsea og Inter. Ef hann fengi mikil völd hjá Newcastle, þá væri hann áhugsamur um að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og taka við Newcastle.

Það er ljóst að það yrði mikill fengur fyrir Newcastle að fá Conte. Hann hefur unnið deildartitla með Inter og Juventus á Ítalíu, og einnig með Chelsea á Englandi.
Athugasemdir
banner