Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 10. október 2021 06:00
Victor Pálsson
Yngsti atvinnumaður í sögu Bandaríkjanna - Spilaði 13 ára gamall
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður að nafni Alex Kei skráði sig í sögubækurnar í gær er hann kom inná sem varamaður fyrir Real Monarchs í Bandaríkjunum.

Monarchs spilaði við Colorado Springs Switchbacks í næst efstu deild Bandaríkjanna og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Kei er gríðarlega efnilegur leikmaður en hann er aðeins 13 ára gamall og spilaði yfir hálftíma í þessu jafntefli.

Kei varð um leið yngsti atvinnumaðurinn í sögunni til að spila í Bandaríkjunum sem er ansi merkilegur áfangi.

Leikmaðurinn hefur gert það mjög gott með akademíu Monarchs og er hægt og rólega að vinna sér inn sæti í aðalliðshópnum.

Þess má geta að yngsti leikmaður sögunnar til að spila í MLS deildinni, efstu deild Bandaríkjanna, er fyrrum undrabarnið Freddy Adu sem var þá 14 ára gamall.


Athugasemdir
banner
banner