Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fim 10. október 2024 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Carsley eftir óvænta tapið á Wembley: Mikil vonbrigði
Mynd: EPA
Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari enska karlalandsliðsins, var svekktur eftir óvænt 2-1 tap gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu á Wembley í kvöld.

Carsley tók tímabundið við landsliðinu eftir að Gareth Southgate hætti eftir Evrópumótið í sumar.

Enska fótboltasambandið ákvað að fá Carsley, sem er þjálfari U21 árs landsliðsins, til að stýra A-landsliðinu í þremur landsleikjaverkefnum á meðan það leitar að arftaka Southgate.

Liðið gerði vel í fyrsta verkefninu í síðasta mánuði og vann báða leiki sína, en fékk síðan óvæntan skell í kvöld.

„Við vorum næst bestir á vellinum mest allan leikinn. Þetta eru mikil vonbrigði. Það koma bakslög en það mikilvægasta er að við bregðumst við þeim,“ sagði Carsley við ITV.

„Við reyndum eitthvað öðruvísi og ætluðum að yfirmanna á miðsvæðinu. Við reyndum það í tuttugu mínútur í gær, náðum að prófa okkur áfram, þannig það eru smá vonbrigði að það hafi ekki tekist í kvöld. Það er óraunhæft að búast við of miklu, þannig við verðum að reyna aftur. Öll mörkin voru eftir mistök, sem eru einnig mikil vonbrigði. Þetta breytir samt engu. Mitt verk er að klára þessi þrjú landsliðsverkefni,“ sagði Carsley.
Athugasemdir
banner