Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 10. október 2024 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oli McBurnie: Þú varst elskaður af öllum sem þú hittir
Mynd: Getty Images
George Baldock kvaddi þennan heim í gærkvöldi, hann drukknaði í sundlaug heima hjá sér.

Baldock lék með ÍBV árið 2012 og var leikmaður Panathinaikos. Hægri bakvörðurinn var 31 árs og var á sínu fyrsta tímabili með Panathinaikos á Grikklandi.

Á BBC má lesa ummæli manna sem tengdust Baldock og hafa tjáð sig í kjölfar andláts hans. Einn af þeim sem hefur tjáð sig er Oli McBurnie sem lék með Baldock hjá Sheffield United.

„Ég trúi því varla að þú sért farinn bróðir, mér líður illa. Einn besti maður sem ég hef kynnst, þú varst elskaður af öllum sem þú hittir. Hjarta mitt er brostið fyrir litlu fallegu fjölskylduna þína. Sofðu vel GB, ég elska þig félagi," skrifar McBurnie.


Athugasemdir
banner
banner