Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fim 10. október 2024 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær hafnaði því að taka við danska landsliðinu - Sagður í viðræðum við stórt félag
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, hafnaði því að taka við danska karlalandsliðinu en þetta segir blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini.

Danska fótboltasambandið leitaði til Solskjær á dögunum en hann hafnaði því að fara í viðræður.

Samkvæmt heimildum Abolhosseini er Norðmaðurinn í viðræðum við stórt félag.

Solskjær hefur undanfarið verið orðaður við endurkomu til United, en sæti Erik ten Hag er talið afar heitt þessa stundina. Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi í United, fór á stjórnarfund hjá félaginu í vikunni og ýtir það enn frekar undir að breytingar séu yfirvofandi.

Grein Abolhosseini birtist á Tipsbladet en hann náði ekki sambandi við Jim Solbakken, umboðsmann Solskjær.

Norski þjálfarinn var rekinn frá United í nóvember árið 2021 en hann stýrði liðinu í þrjú ár. Áður þjálfaði hann Cardiff City og Molde.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner