Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. nóvember 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
„Bakverðir Manchester United eru ekki nógu góðir núna"
Aaron Wan-Bissaka
Aaron Wan-Bissaka
Mynd: Getty Images
„Bakverðirnir eru ekki nógu góðir núna," sagði Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur hjá Síminn Sport, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær þegar rætt var um Manchester United.

Aaron Wan-Bissaka og Luke Shaw hafa ekki hrifið Bjarna sem bakverðir Manchester United á tímabilinu.

„Wan-Bissaka var flottur þegar hann kom fyrst til United en maður var alltaf að bíða eftir að hann yrði betri sóknarlega og það hefur ekki komið," sagði Bjarni.

„Hann er að fara að detta í flokkinn kötturinn í sekknum," sagði Tómas Þór Þórðarson um Wan-Bissaka.

„Ef hann fær að standa fyrir framan mann og verjast þá eru ekki margir betri í þessari deild. Það er margt annað að. Hann er orðinn sérfræðingur í því að horfa ekki á mann og bolta. Það eru mörg mörk sem hafa komið þar sem hann greiir ekki tíma og pláss í kringum sig. Fram á við gerir hann afskaplega lítið," sagði Tómas.

Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn frá því í gær. Þar var einnig rætt um portúgalska bakvörðinn Alex Telles sem kom frá Porto í sumar en hann hefur ekki ennþá komist á skrið með Manchester United.
Enski boltinn - Tom og Bjarni fóru yfir stóru málin
Athugasemdir
banner
banner
banner