Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bellerín í hóp í fyrsta sinn í fjögur ár - „Ég er svo ánægður"
Hector Bellerin í leik með spænska landsliðinu
Hector Bellerin í leik með spænska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Hector Bellerín, hægri bakvörður Arsenal á Englandi, er í spænska landsliðinu fyrir leikina gegn Hollandi, Þýskalandi og Sviss á næstu dögum en fjögur ár eru síðan hann var síðast valinn í hópinn.

Bellerín er 25 ára gamall og á aðeins þrjá landsleiki að baki fyrir Spán og voru þeir allir spilaðir árið 2016.

Hann var valinn í hópinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi eftir að Dani Carvajal meiddist en var ónotaður varamaður allt mótið. Fjögur ára hafa liðið og var hann á dögunum valinn í hópinn eftir að Jesus Navas meiddist.

„Ég er svo ánægður með að komast heim. Það eru næstum því fimm ár síðan ég var þarna síðast og ég er svo ánægður með þetta," sagði Bellerín.

„Þetta hafa verið erfið ár og það er alltaf þannig þegar þú kemst ekki í hópinn en ég er stoltur og ánægður núna. Ég get ekki beðið eftir að koma mér af stað," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner