Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. nóvember 2020 10:11
Magnús Már Einarsson
Smit hjá Stromsgödset - Vonast til að Ari og Valdimar geti spilað með U21
Valdimar Þór Ingimundarson
Valdimar Þór Ingimundarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir leikmenn norska liðsins Stromsgödset eru komnir í sóttkví eftir að ungur leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna. Samkvæmt norskum fjölmiðlum eiga leikmennirnir að vera í sóttkví næstu tíu dagana.

Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson eru báðir í U21 landsliði Íslands sem á mikilvægan leik framundan gegn Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn. U21 spilar síðan við Írland á sunnudag og Armeníu á miðvikudag. Vonir standa til að Ari og Valdimar geti tekið þátt í þessum leikjum.

Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður U21 landsliðs Íslands, segir að Ari og Valdimar hafi farið í kórónuveirupróf í gær og fengið neikvætt.

Ari og Valdimar eru staddir á Íslandi en þeir hafa verið í einangrun hingað til og ekki hitt liðsfélaga sína í U21 ennþá. Guðlaugur segir að þeir fari í annað próf í dag og verið sé að skoða framhaldið. Líklegt þykir þó að þeir geti spilað leikinn með U21.

Umræddur leikmaður Stromsgödset æfði með liðinu í síðustu viku en Ari og Valdimar hafa ekkert hitt hann síðan þá.
Athugasemdir
banner
banner