Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 10. nóvember 2024 11:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bellingham: Ég er að gera öðruvísi hluti
Mynd: EPA

Jude Bellingham skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu fyrir Real Madrid í gær þegar liðið vann Osasuna.


Þessi 21 árs gamli miðjumaður hefur verið gagnrýndur á þessari leiktíð en hann skoraði 23 mörk í 42 leikjum á sínu fyrsta tímabili með spænska liðinu í fyrra.

„Mér finnst ég hafa gert það sem ég geri venjulega. Eini munurinn er að ég skoraði. Margir hafa verið að tala um þetta því ég skoraði helling í fyrra en ég er að spila í öðru hlutverki núna," sagði Bellingham.

„Ég er að gera öðruvísi hluti annars staðar á vellinum. Kannski hef ég gert of mikið, héðan í frá mun ég fá tilfinninguna og mun reyna halda þessu áfram en ef ekki mun ég halda áfram að hjálpa liðinu á hvaða hátt sem er."


Athugasemdir
banner
banner