Belgíski þjálfarinn Vincent Kompany er að byrja vel á nýja vinnustað sínum í Þýskalandi en honum hefur þegar tekist að jafna met fyrrum lærimeistara síns, Pep Guardiola.
Kompany tók við Bayern í sumar aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa fallið með Burnley niður í ensku B-deildina.
Flestum fannst það heldur stórt stökk fyrir Kompany að fara til Bayern eftir arfaslakan árangur með Burnley en hann er þegar farinn að troða sokk upp í þá sem efuðust hann.
Bayern hefur náð í 26 stig í fyrstu tíu leikjum Kompany en með 1-0 sigrinum á St. Pauli í gær tókst honum að jafna stigamet félagsins í fyrstu tíu leikjunum.
Guardiola og Branko Zebec náðu báðir í 26 stig á fyrsta tímabili þeirra með Bayern. Guardiola gerði það árið 2013 á meðan Zebec var fyrstur til þess árið 1968.
Bayern er með fimm stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar.
26 - Vincent Kompany has earned 26 points in his first 10 Bundesliga games with FC Bayern Munich - a joint-record after the first 10 games in the competition by a FCB manager, along with Pep Guardiola in 2013 and Branko Zebec in 1968 (converted to 3 points per game). Footprints. pic.twitter.com/2KFKNhhL0g
— OptaFranz (@OptaFranz) November 9, 2024
Athugasemdir