Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   sun 10. nóvember 2024 00:39
Brynjar Ingi Erluson
Salah maður leiksins á Anfield - Joao Pedro með frábæra innkomu í endurkomusigri
Mohamed Salah hefur komið að fjórtán mörkum í deildinni
Mohamed Salah hefur komið að fjórtán mörkum í deildinni
Mynd: EPA
Joao Pedro átti svakalega innkomu gegn Man City
Joao Pedro átti svakalega innkomu gegn Man City
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah var enn og aftur maður leiksins er Liverpool vann Aston Villa, 2-0, á Anfield í dag. Varamaðurinn Joao Pedro var bestur er Brighton vann 2-1 endurkomusigur á Manchester City.

Salah er að eiga ótrúlegt tímabil hjá Liverpool en hann skoraði og lagði upp gegn Villa í kvöld.

Hann er nú kominn með 8 mörk og 6 stoðsendingar í ellefu deildarleikjum.

Sky Sports valdi Salah mann leiksins með 8 í einkunn. Curtis Jones fékk einnig 8 fyrir sitt framlag á miðsvæðinu.

Liverpool: Kelleher (7), Alexander-Arnold (6), Van Dijk (7), Konate (7), Robertson (7), Gravenberch (7), Jones (8), Mac Allister (6), Salah (8), Nunez (7), Diaz (7).
Varamenn: Bradley (7), Gakpo (6), Szoboszlai (6).

Aston Villa: Martinez (6), Konsa (6), Carlos (5), Torres (5), Digne (5), Bailey (5), Onana (6), Tielemans (6), Ramsey (6), Rogers (5), Watkins (5).
Varamenn: McGinn (6), Duran (6), Philogene (5), Kamara (6), Maatsen (6).

Brasilíski sóknarmaðurinn Joao Pedro var bestur hjá Brighton í 2-1 sigrinum á Englandsmeisturum Manchester City.

Pedro kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum, jafnaði metin og lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Matt O'Riley.

Hann fær 8 frá Sky Sports, en alls fengu fjórir leikmenn frá Man City 5 í einkunn.

Brighton: Verbruggen (6); Veltman (6), Van Hecke (7), Igor (7), Estupinan (7); Hinshelwood (7), Ayari (6), Rutter (5); Adingra (6), Welbeck (6), Mitoma (7)
Varamenn: Baleba (7), O’Riley (7), Pedro (8), Gruda (6).

Man City: Ederson (6); Walker (5), Simpson-Pusey (6), Gvardiol (5), Lewis (6); Kovacic (6), Gundogan (5), Foden (5); Savinho (6), Haaland (7), Nunes (6)
Varamenn: De Bruyne (6), Bernardo (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner