Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. desember 2023 17:55
Ívan Guðjón Baldursson
Hildur með tvennu - Maria lagði upp gegn Leicester
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Maria leikur fyrir norska landsliðið.
Maria leikur fyrir norska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Hildur Antonsdóttir var í byrjunarliði Fortuna Sittard og skoraði tvennu í stórsigri á útivelli gegn FC Utrecht í efstu deild hollenska boltans.

Tessa Wullaert var allt í öllu í sigri Sittard þar sem hún skoraði þrennu og lagði tvö mörk upp þar að auki.

Þetta var þriðji sigur Sittard í röð í deildinni og er liðið í öðru sæti með 22 stig eftir 10 umferðir. Utrecht er með 17 stig.

Guðný Árnadóttir kom þá inn af bekknum í 2-1 tapi AC Milan á útivelli gegn Ítalíumeisturum Roma. Milan tók forystuna í fyrri hálfleik og leiddi í leikhlé, en Rómverjum tókst að snúa stöðunni sér í vil í síðari hálfleik.

Roma er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 10 umferðir, en Milan hefur farið hrikalega illa af stað og er aðeins komið með 9 stig.

Maria Þórisdóttir var þá í byrjunarliði Brighton, sem lenti 0-2 undir gegn Leicester í ensku ofurdeildinni en náði að koma til baka á lokakaflanum. Maria lagði jöfnunarmarkið upp fyrir Elisabeth Terland, sem gerði svo sigurmarkið sjálf skömmu síðar.

Brighton er í neðri hluta ensku deildarinnar með 8 stig eftir 9 umferðir.

Að lokum var Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í byrjunarliði Nordsjælland sem gerði markalaust jafntefli við Thisted í efstu deild danska boltans. Nordsjælland er þar í öðru sæti, með 24 stig eftir 13 umferðir.

Utrecht 0 - 6 Sittard
0-1 Tessa Wullaert ('3)
0-2 Hildur Antonsdóttir ('7)
0-3 Hildur Antonsdóttir ('15)
0-4 Feli Delacauw ('19)
0-5 Tessa Wullaert ('77, víti)
0-6 Tessa Wullaert ('82, víti)

Roma 2 - 1 Milan

Brighton 2 - 2 Leicester

Thisted 0 - 0 Nordsjælland

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner