
HK hefur fengið markvörðurinn Söru Mjöll Jóhannsdóttur í sínar raðir frá Þór/KA og semur hún til tveggja ára.
Sara, sem er uppalin í KA, er fædd árið 1998 og hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið með Þór/KA eða venslaliðið félagsins, Hömrunum, fyrir utan veturinn 2017 þegar hún varði mark Tindastóls í Lengjubikarnum.
Sara, sem er uppalin í KA, er fædd árið 1998 og hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið með Þór/KA eða venslaliðið félagsins, Hömrunum, fyrir utan veturinn 2017 þegar hún varði mark Tindastóls í Lengjubikarnum.
Hún lék einn leik með Þór/KA í efstu deild og þrjá bikarleiki. Hún á svo 37 leiki að baki með Hömrunum í B- og C-deild. Þá lék hún á sínum tíma þrjá U16 ára landsleiki.
„Hún á að baki nokkra yngri landsleiki með U16 ára liði Íslands ásamt því að hafa komið við sögu í nokkrum leikjum með meistaraflokki Þór/KA. Lengst af var hún hins vegar varamarkvörður þar og er því hungruð að fá tækifæri til að sanna sig hjá HK," segir í tilkynningu HK.
HK endaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og hefur styrkt sig í vetur. Í gær tilkynnti liðið um komu Brookelynn Entz til félagsins frá Val og fyrr í vetur gekk Telma Steindórsdóttir í raðir félagsins.
Athugasemdir