Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 11. janúar 2023 15:59
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir með augastað á Wan-Bissaka
Mynd: EPA
Úlfarnir hafa áhuga á hægri bakverðinum Aaron Wan-Bissaka hjá Manchester United. Rauðu djöflarnir hafa ekki algjörlega ákveðið sig í því hvort þeir ætli að selja leikmanninn núna í janúarglugganum.

Wan-Bissaka hefur aðeins náð að færast framar í goggunarröðinni hjá Erik ten Hag en hann kom inn í deildabikarsigrinum gegn Charlton í gær, eftir meiðsli Diogo Dalot.

Króatíski hægri bakvörðurinn Josip Juranovic hjá Celtic hefur verið orðaður við Manchester United.

Atletico Madrid hefur einnig sýnt hinum 27 ára gamla Juranovic áhuga.
Athugasemdir
banner