Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. febrúar 2021 20:25
Victor Pálsson
Lasse Schöne á leið aftur til Hollands - Samningnum á Ítalíu rift
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Lasse Schöne er á leið aftur til Hollands eftir að hafa rift samningi sínum við Genoa á Ítalíu.

Blaðamaðurinn virti Gianluca Di Marzio greinir frá þessu í kvöld en Schöne hafði leikið með Genoa frá 2019 til 2021.

Schöne er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Ajax þar sem hann lék 201 deildarleik frá 2012 til 2019 og skoraði 49 mörk.

Schöne mun nú skrifa undir samning við Heerenveen í Hollandi en hann hóf meistaraflokks feril sinn þar.

Danski landsliðsmaðurinn spilaði með Heerenveen frá 2002 til 2006 en var áður í unglingastarfi Lyngby.

Schöne er 34 ára gamall í dag og á að baki 50 landsleiki fyrir Danmörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner