Það eru þrír leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem Lengjubikarinn er kominn á skrið.
Leikar hefjast í hádeginu þegar Víkingur og Leiknir eigast við í Reykjavíkurslag í Egilshöllinni. Liðin eru að mætast í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Í kvöld eigast svo ÍR og Þróttur við í Egilshöllinni á meðan Fram spilar við Grindavík í Miðgarði í kvennaflokki.
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
20:00 ÍR-Þróttur R. (Egilshöll)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
12:00 Víkingur R.-Leiknir R. (Egilshöll)
Lengjubikar kvenna - B-deild
19:00 Fram-Grindavík (Miðgarður)
Athugasemdir