Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   sun 11. febrúar 2024 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Spennandi lokamínútur í Sinsheim
Andrej Kramaric skoraði jöfnunarmark Hoffenheim
Andrej Kramaric skoraði jöfnunarmark Hoffenheim
Mynd: Getty Images
Hoffenheim 1 - 1 Koln
0-1 Max Finkgrafe ('79 )
1-1 Andrej Kramaric ('90 )

Hoffenheim og Köln gerðu 1-1 jafntefli á Rhein-Neckarleikvanginum í Sinsheim í þýsku deildinni í kvöld.

Ilhan Bebou og Wout Weghorst fengu báðir góð færi til að koma Hoffenheim yfir í fyrri hálfleiknum, en settu boltann yfir markið.

Köln komst betur inn í leikinn í þeim síðari og þegar aðeins ellefu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom markið. Hinn 19 ára gamli Max Finkgrafe skoraði þá fallegt aukaspyrnumark, sem hafnaði neðst í hægra horninu.

Heimamenn jöfnuðu seint í uppbótartíma. Króatíski framherjinn Andrej Kramaric fékk boltann í teignum, lagði hann fyrir sig með brjóstkassanum áður en hann þrumaði honum í stöng og inn.

Hoffenheim er í 8. sæti deildarinnar með 27 stig en Köln í 16. sæti með 16 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 23 19 4 0 59 16 +43 61
2 Bayern 23 17 2 4 63 26 +37 53
3 Stuttgart 23 15 2 6 52 29 +23 47
4 Dortmund 23 11 8 4 46 30 +16 41
5 RB Leipzig 23 12 4 7 49 30 +19 40
6 Eintracht Frankfurt 23 8 10 5 36 30 +6 34
7 Hoffenheim 23 8 6 9 41 43 -2 30
8 Werder 23 8 6 9 32 35 -3 30
9 Freiburg 23 8 5 10 30 42 -12 29
10 Heidenheim 23 7 7 9 33 40 -7 28
11 Augsburg 23 6 8 9 33 41 -8 26
12 Gladbach 23 6 7 10 41 45 -4 25
13 Wolfsburg 23 6 7 10 28 36 -8 25
14 Union Berlin 23 7 4 12 23 37 -14 25
15 Bochum 23 5 10 8 28 46 -18 25
16 Köln 23 3 8 12 16 37 -21 17
17 Mainz 23 2 9 12 18 37 -19 15
18 Darmstadt 23 2 7 14 24 52 -28 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner