Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 11. febrúar 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vonast til að De Zerbi verði klár fyrir næsta leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Andrea Maldera, aðstoðarþjálfari Brighton, stýrði liðinu í 2-1 tapi gegn Tottenham í gær.

Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, var ekki á hliðarlínunni eftir að hafa farið í tannaðgerð.

„Það er mjög svekkjandi að tapa fótboltaleik á síðustu tíu sekúndunum en við áttum góðan leik. Ég finn til með leikmönnunum því þeir gáfu allt í þetta. Þeir sýndu mikið hjarta, sál og gæði í þessum leik en svona er fótboltinn og við verðum að samþykkja þetta tap og halda áfram. Það sem er mikilvægast er að spila alltaf af hugrekki og stolti," sagði Maldera.

„Við fengum góð færi sem við nýttum okkur ekki. Þegar það gerist þá getur sigurinn alltaf fallið með hinu liðinu. Við mættum góðum andstæðingum í dag sem pressuðu mjög vel á okkur."

De Zerbi var heima að jafna sig eftir aðgerðina en hann var í stöðugum samskiptum við varamannabekkinn.

„Við vorum í stöðugu sambandi og hann þjáðist með okkur. Það var ekki auðvelt að halda honum upplýstum vegna þess að leikurinn heldur áfram meðan maður talar og hlutir breytast.

„Við búumst við að fá Roberto aftur til okkar á morgun, hann ætti að vera á bekknum fyrir næsta leik. Ég vona það allavega því ég missti röddina á því að öskra í dag."

Athugasemdir
banner
banner