Síðasti leikur í fjórðu umferð enska bikarsins fer af stað í kvöld, þegar Exeter City tekur á móti Nottingham Forest.
Búist er við sigri Nottingham Forest en þó er aldrei að vita hvað gerist í þessari ótrúlega skemmtilegu bikarkeppni.
Exeter leikur í League One, þriðju efstu deild enska boltans, og er þar í neðri hlutanum eftir þrjá tapleiki í röð - með 32 stig eftir 29 umferðir.
Nottingham Forest er tveimur deildum fyrir ofan og er afar óvænt í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar, þar sem liðið situr í þriðja sæti sem stendur.
Sigurlið kvöldsins á heimaleik gegn Ipswich Town í 16-liða úrslitum.
Leikur kvöldsins
20:00 Exeter - Nottingham Forest
Athugasemdir