Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 23:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Real Madrid er einstakt lið
Mynd: Getty Images
Manchester City tapaði gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna á Etihad í kvöld. Liðið var með 2-1 forystu þar til Brahim Diaz jafnaði metin undir lokin og Jude Bellingham skoraði sigurmarkið í uppbótatíma.

Man City hefur verið í miklum vandræðum með að halda forystu í leikjum á þessu tímabili en liðið hefur fengið á sig sjö mörk á síðustu fimmtán mínútunum í Meistaradeildinni.

„Þetta hefur oft komið fyrir á þessu tímabili. Ég þekki gæðin hjá Real Madrid, við vorum of fljótir að sækja í seinni hálfleik. Svona gerist því Real Madrid er einstakt lið," sagði Guardiola.

Seinni leikur liðanna fer fram á Bernabeu í Madríd á miðvikudaginn í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner