Það er framlenging að fara í gang á Anfield þar sem PSG er í heimsókn hjá Liverpool.
Liverpool byrjaði leikinn betur og Mohamed Salah var líflegri en í fyrri leiknum. Hann komst í gott færi snemma leiks en Nuno Mendes bjargaði á síðustu stundu.
Liverpool byrjaði leikinn betur og Mohamed Salah var líflegri en í fyrri leiknum. Hann komst í gott færi snemma leiks en Nuno Mendes bjargaði á síðustu stundu.
PSG náði forystunni eftir rúmlega tíu mínútna leik þegar Bradley Barcola átti sendingu fyrir markið, Ibrahima Konate komst í boltann en hann var síðan laus rétt fyrir framan markið og Ousmane Dembele var fyrstur að átta sig og kom PSG yfir.
Bæði lið fengu frábær tækifæri til að skora í kjölfarið en staðan hélst óbreytt þegar flautað var til hálfleiks.
Liverpool var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik. Dominik Szoboszlai kom boltanum í netið á 52. mínútu eftir sendingu frá Trent Alexander-Arnold en markið var dæmt af þar sem Luis Diaz var rangstæður í aðdragandanum.
Liverpool varð fyrir áfalli þegar Alexander-Arnold þurfti að fara af velli vegna hné meiðsla og það leit alls ekki vel út þar sem hann lá sárþjáður eftir á vellinum.
Boltinn vildi ekki í netið í seinni hálfleik og því þurfti að grípa til framlengingar.
Bayern Munchen er komið áfram eftir öruggan sigur á Leverkusen en staðan var 3-0 í einvíginu eftir fyrri leikinn. Harry Kane kom liðinu yfir í kvöld þegar hann skoraði af stuttu færi. Alphonso Davies bætti öðru markinu við, 5-0 sigur liðsins samtals.
Hakan Calhanoglou innsiglaði 2-1 sigur Inter, 4-1 samtals, gegn Feyenoord og Bayern og Inter eru því komin áfram í 8-liða úrslitin.
Inter 2 - 1 Feyenoord
1-0 Marcus Thuram ('8 )
1-1 Jakub Moder ('42 , víti)
2-1 Hakan Calhanoglu ('51 , víti)
Liverpool 0 - 1 Paris Saint Germain
0-1 Ousmane Dembele ('12 )
Bayer 0 - 2 Bayern
0-1 Harry Kane ('52 )
0-2 Alphonso Davies ('71 )
Athugasemdir