Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 19:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Yamal og Raphinha frábærir í sigri Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona 3 - 1 Benfica
1-0 Raphinha ('11 )
1-1 Nicolas Otamendi ('13 )
2-1 Lamine Yamal ('27 )
3-1 Raphinha ('42 )

Barcelona er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir öruggan sigur á Benfica í kvöld.

Fyrri leiknum í Portúgal lauk með 1-0 sigri Barcelona þar sem Raphinha var hetjan. Hann kom liðinu yfir í kvöld eftir frábæran undirbúning Lamine Yamal.

NIcolas Otamendi kom Benfica aftur inn í einvígið stuttu síðar þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu en Yamal skoraði annað mark Barcelona í kvöld með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn.

Raphinha skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Barcelona undir lok fyrri hálfleiks.

Barcelona var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en leikurinn jafnaðist aðeins út í seinni en Benfica tókst ekki að setja almennilega pressu á Barcelona. Barcelona mætir sigurvegaranum úr viðureign Dortmund og Lille en staðan er jöfn eftir fyrri leikinn í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner