Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Var hugmyndinni að nýja Trafford rænt frá Marokkó?
Nýr heimavöllur Manchester United á að líta svona út.
Nýr heimavöllur Manchester United á að líta svona út.
Mynd: Manchester United
Leikvangurinn sem verið er að reisa í Marokkó.
Leikvangurinn sem verið er að reisa í Marokkó.
Mynd: Popolous
Mikil umræða hefur verið um teikningar af nýjum leikvangi sem Manchester United hyggst reisa. Leikvangurinn á að vera með mjög afgerandi stíl með tjald yfir honum, eða regnhlífahönnun eins og það er kynnt.

Tjaldið á að vera borið uppi af þremur turnum á vellinum og með því geta vallargestir haldist þurrir innan sem utan vallar en það rignir mikið í Manchesterborg eins og margir lesendur þekkja af eigin raun.

Fljótlega eftir að teikningarnar af vellinum voru opinberaðar þá birti Charlie Brooks, fyrrum samskiptastjóri Manchester United, myndir af HM velli sem er að rísa í Casablanca í Marokkó.

Brooks starfar nú hjá arikitektafyrirtækinu sem hannaði völlinn í Marokkó. Hann bendir á að sá völlur eigi að vera með risastórt tjald yfir sér og ýjar að því að hugmyndinni hafi verið rænt.

Úrslitaleikur HM 2030 mun vera spilaður á leikvangnum í Marokkó sem mun taka um 115 þúsund áhorfendur. Nýr leikvangur Manchester United á að taka 100 þúsund manns.

Fleiri netverjar hafa fullyrt að arkitektastofan Foster og Partners hafi rænt hugmyndinni að nýja vellinum í Manchester frá Marokkó.
Athugasemdir
banner
banner
banner