sun 11. apríl 2021 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael skoraði í mikllvægum sigri - Glæsimark Ara dugði ekki
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Getty Images
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson var á skotskónum fyrir Midtjylland er liðið styrkti stöðu sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Mikael skoraði þriðja mark Midtjylland í sigri í Íslendingaslag gegn AGF. Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, var einnig á skotskónum fyrir Midtjylland í leiknum.

Mikael byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 25. mínútu. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn af bekknum hjá AGF á 65. mínútu.

Midtjylland er með fjögurra stiga forystu á toppnum eftir að Bröndby tapaði fyrir FC Kaupmannahöfn fyrr í dag. AGF situr í fjórða sæti deildarinnar.

Ari með glæsimark
Sænska úrvalsdeildin er hafin á nýjan leik og þar skoraði Ari Freyr Skúlason í fyrsta leik sínum með Norrköping. Mark hans var stórglæsilegt.

Neðst í fréttinni má sjá markið hjá landsliðsmanninum.

Markið stórglæsilega dugði ekki til sigurs því Sirius jafnaði í seinni hálfleik.

Ari Freyr spilaði allan leikinn en Finnur Tómas Pálmason var ónotaður varamaður hjá Norrköping. Aron Bjarnason kom ekki við sögu hjá Sirius. Oliver Stefánsson, Jóhannes Kristinn Bjarnason og Ísak Bergmann Jóhannesson voru ekki í hóp hjá Norrköping. Í sænskum fjölmiðlum kemur fram að Ísak hafi verið tæpur vegna meiðsla undanfarna viku og hann hafi ekki verið klár í slaginn í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner