Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 11. apríl 2021 16:44
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Dramatískt tap hjá Hirti og félögum
Bröndby 1 - 3 FC Kaupmannahöfn
0-1 Kamil Wilczek ('37)
1-1 Mikael Uhre ('69)
1-2 Mohammed Daramy ('91)
1-3 Kamil Wilczek ('96)

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í þriggja manna varnarlínu Bröndby sem tók á móti FC Kaupmannahöfn í stórleik í dönsku toppbaráttunni.

Kamil Wilczek gerði eina markið í fyrri hálfleik fyrir Kaupmannahöfn en Mikael Uhre náði að jafna fyrir Bröndby í nokkuð jöfnum leik.

Staðan var jöfn allt þar til undir lokin þegar vítaspyrna var dæmd á Hjört Hermannsson eftir að boltinn fór í hendi hans. Hjörtur fékk ekki spjald fyrir enda óviljaverk.

Wilczek klúðraði vítaspyrnunni en Mohammed Daramy fylgdi eftir með marki.

Bröndby setti þá allt í sóknina og gerði Wilczek út um viðureignina með marki úr skyndisókn undir lok uppbótartímans.

Þetta tap er gríðarlega mikill skellur fyrir Bröndby. Liðið var í frábærri stöðu til að hirða danska titilinn en er núna búið að tapa tveimur leikjum í röð.

Bröndby er því í öðru sæti, einu stigi eftir toppliði Midtjylland sem á leik til góða.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner