Joao Pedro, Madueke, Nunez, Guehi, Mbeumo, Gyökerez, Wirtz, Sesko og fleiri góðir í slúðri dagsins
Óskar Smári: Alveg sammála þér og ég tek það algjörlega á mig
Árni Freyr: Galið að fara breyta þegar öll tölfræði er með okkur í hag
Hemmi Hreiðars: Heppnir að vera með tvo frábæra markmenn
Óli Kristjáns: Mikið hrós á þig fyrir að taka eftir henni
Jelena Tinna: Mjög leiðinlegt að missa hana
Blendnar tilfinningar hjá Hilmari: Harðasti Þróttari landsins á afmæli
Venni eftir stórt tap gegn Fjölni: Erum bara slegnir kaldir
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Gunnar Már eftir fyrsta sigurinn: Er orðlaus að mörgu leyti
Vuk: Ætlum að vinna bikarinn og komast í Evrópu
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
   mán 07. apríl 2025 21:44
Anton Freyr Jónsson
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni í kvöld.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara fáránlega ánægður. Ánægður með liðið og allan hópinn, mér fannst við bara gera þetta vel. Við vissum að þetta yrði erfitt, við vissum að það gæti tekið mjög langan tíma að brjóta þá en ég var líka mjög ánægður að þegar við skorum þá fylgdum við því eftir og settum annað og það var virkilega sterkt." sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

„Við vissum alltaf að þeir myndu á einhverjum tímapunkti hafa engu að tapa lengur og þá mundum við þurfa standast það og mér fannst við gera það ágætlega. Auðvitað erum við pirraðir að fá á okkur mark en akkúrat núna, langt síðan við höfum unnið fyrsta leik í móti þannig við látum það slidea í þetta skipti."

Stjarnan komst yfir í leiknum með vægast sagt umdeildu marki þegar Benedikt Warén lyfti boltanum inn á teig FH eftir aukaspyrnu á hausinn á Örvari Eggertssyni sem skoraði. Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins dæmdi ekkert en það var aðstoðardómari 1 sem flaggaði markið. Jökull Elísabetarson var spurður út í það og hafði lítið um það að segja og vildi bara treysta dómarateyminu.

„Tilfinningin mín er að menn flaggi ekki svona nema menn séu vissir og ég vona að það sé rétt en þetta breytir samt engu, annars fara menn í ef og hefði og ég hef engan húmor fyrir því hvort sem það hallar á okkur eða aðra. Ef þetta hefði verið þá hefðum við kannski unnið 3-0 þannig þetta er bara eins og þetta er."

Stjarnan komst yfir og svaraði strax með öðru marki og var Jökull gríðarlega ánægður með það.

„Mér fannst það sýna mjög sterkt mindsett hjá okkur að halda áfram og mér fannst við bara gefa í eftir að við komumst yfir og þar hefði verið svona save leiðin að falla til baka og ætla að grinda þetta út. Það var búið að taka tíma en mér fannst þetta virkilega sterkt."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner