
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var mættur í höfuðstöðvar KSÍ í dag til þess að fylgjast með því þegar landsliðshópur Íslands fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi var tilkynntur.
Sjá einnig:
HM hópur Íslands: Albert, Frederik og Samúel valdir
Óli ræddi við Fótbolta.net eftir að valið var tilkynnt.
Sjá einnig:
HM hópur Íslands: Albert, Frederik og Samúel valdir
Óli ræddi við Fótbolta.net eftir að valið var tilkynnt.
„Auðvitað er hægt að gagnrýna, en við erum ekki í stöðu til að gagnrýna. Fólk hefur eflaust skoðun á því hver á að vera, en þá bið ég fólk um að hugsa hvern það vil taka út. Sumum finnst epli góð, öðrum appelsínur," segir Ólafur.
„Við ættum að treysta því að þetta val sé gott, mér líst ljómandi vel á hópinn."
Aðspurður segist Ólafur að 18 hafi verið augljósir í hópinn, fimm spurningarmerki. „Eina nafnið sem ég hefði getað hugsað mér að sá er Hjörtur Hermannsson. Ég fylgist vel með honum og finnst hann hafa spilað feykilega vel. En hver á þá að detta út?"
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan. Þar ræðir Ólafur meira um landsliðsvalið, Hjört Hermannsson, Samúel Kára, Viðar Örn og Kolbein Sigþórsson.
Athugasemdir