Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 11. maí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Inter aflýsti blaðamannafundi Conte
Antonio Conte mátti ekki tala við blaðamenn
Antonio Conte mátti ekki tala við blaðamenn
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Inter aflýsti blaðamannafundi Antonio Conte, þjálfara liðsins, fyrir leikinn gegn Roma en Inter vill ekki að hann tjái sig um fréttir síðustu daga.

Inter varð ítalskur meistari fyrir tveimur vikum síðan en Conte hefur ekki mætt á blaðamannafund síðan liðið vann titilinn.

Hann átti að mæta á blaðamannafund í gær en Inter aflýsti honum.

Steven Zhang, forseti félagsins, hitti liðið á dögunum og bað þar leikmenn og þjálfara um að gefa frá sér laun í tvo mánuði til að styrkja fjárhag félagsins.

Conte og Zhang eiga enn eftir að ræða saman um framtíðina en samningur Conte gildir út næsta tímabil. Inter gæti þurft að selja stórstjörnur frá félaginu í sumar og því óvíst hvort hann verði eitt tímabil til viðbótar hjá meisturunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner