Sóknarmaðurinn Ívan Óli Santos er búinn að fá félagaskipti frá HK yfir til Gróttu.
Það vekur athygli að samkvæmt vef KSÍ, þá fer hann ekki á láni heldur alfarið yfir til Gróttu. Ívan var með samning við HK til ársins 2023.
Það vekur athygli að samkvæmt vef KSÍ, þá fer hann ekki á láni heldur alfarið yfir til Gróttu. Ívan var með samning við HK til ársins 2023.
Ívan, sem er fæddur árið 2003, er uppalinn hjá ÍR í Breiðholti og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki þar árið 2018 er hann spilaði fjóra leiki í næst efstu deild. Hann spilaði svo 16 leiki í 2. deild árið 2019 og skoraði þá fjögur mörk.
Hann skipti yfir til HK fyrir tímabilið í fyrra en fékk ekki mörg tækifæri með meistaraflokki. Hann var á meðan lykilmaður í 2. flokki og skoraði þar 20 mörk í 15 leikjum. Hann var markahæsti leikmaðurinn í A-deild.
Það verður áhugavert að fylgjast með honum í Gróttu þar sem hann fer í leit að fleiri tækifærum með meistaraflokki.
Bæði HK og Grótta eru í Lengjudeildinni. HK byrjaði tímabilið á tapi gegn Selfossi og Grótta vann stórsigur gegn Vestra.
Sjá einnig:
Ívan er hálfur Brassi, söng á RÚV og lék í bíómynd - „Neiii, bara Ísland"
Athugasemdir