mið 11. maí 2022 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag kveður sem meistari
Erik ten Hag, þjálfari Ajax.
Erik ten Hag, þjálfari Ajax.
Mynd: Getty Images
Ajax tryggði sér í kvöld hollenska meistaratitilinn. Ajax var með fjögurra stiga forskot fyrir leik gegn Heerenveen í kvöld; leik sem var í næst síðustu umferð. Með sigri var liðið því alltaf að fara að tryggja sér titilinn.

Það tókst, að vinna leikinn. Ajax var ekki í neinum vandræðum og vann að lokum 5-0 eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik.

Erik ten Hag kveður því Ajax sem hollenskur meistari. Um næstu helgi stýrir hann liðinu í seinasta sinn - allavega í bili - þar sem hann er að fara að taka við Manchester United í sumar.

Sem stjóri Ajax er hann þrisvar búinn að stýra liðinu til sigurs í hollensku úrvalsdeildinni og tvisvar í hollenska bikarnum. Áður en hann tók við, þá hafði Ajax ekki unnið deildina í fimm ár.

Það er framundan hjá honum stórt, gríðarlega stórt verkefni í Manchester.
Athugasemdir
banner
banner
banner