Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. júní 2019 10:16
Elvar Geir Magnússon
De Gea á ekki lengur öruggt sæti hjá Spáni
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, stóð í marki spænska landsliðsins í 3-0 sigri gegn Svíþjóð í undankeppni EM í gær.

Robert Moreno, aðstoðarlandsliðsþjálfari Spánar, sagði eftir leikinn að David de Gea, markvörður Manchester United, væri ekki lengur fastur aðalmarkvörður landsliðsins.

„Landsliðsferli De Gea er alls ekki lokið en Kepa átti ótrúlega flottan lokakafla á tímabilinu. Hann sýndi frábæra leiki og liðið stóð uppi sem sigurvegari í Evrópudeildinni," segir Moreno sem stýrði Spáni í fjarveru Luis Enrique í gær.

„Við töldum að Kepa myndi henta betur í þennan leik og það er bara bullandi samkeppni í gangi."

De Gea var langt frá sínu besta á liðnu tímabili með Manchester United og þá fékk hann líka gagnrýni fyrir slaka frammistöðu með Spáni á HM í Rússlandi. Framtíð De Gea er í óvissu en hann á eitt ár eftir af samningi sínum á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner