Stjörnumenn heimsóttu Keflvíkinga í kvöld á HS Orku völlinn í Keflavík þegar 11.umferð Bestu deildarinnar lauk í kvöld.
Stjörnumenn freistuðu þess að ná að slíta sig svolítið frá botnsætunum með sigri en urðu að sæta sig við stig úr Keflavík í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 1 Stjarnan
„Auðvitað fínt að koma tilbaka en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en líka bara þá vorum við kannski ekki alveg nógu klókir í spilinu okkar og það er kannski eitthvað sem að við hefðum getað gert betur og maður er aðalega svekktur að við gáfum okkur ekki alla þá sénsa sem að okkur stóðu til boða." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.
Stjörnumenn lentu undir í leiknum og leit lengi vel út fyrir að Keflvíkingar myndu kannski ná að landa sigri en Stjörnumenn jöfnuðu leikinn þegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og var Jökull svon á báðum áttum hvort hægt væri að horfa á þetta sem tvö töpuð stig eða eitt unnið.
„Jájá en líka úr því sem komið var og búnir að jafna að þá hefði maður viljað sjá okkur gera aðeins betur í að skapa færi og bara klára þetta."
„Mér fannst við hreyfa boltann svolítið of hægt þarna út í hliðarnar og hefði viljað sjá okkur koma boltanum oftar fyrir þar sem við erum með sterka menn í boxinu og það kemur þarna þegar við skorum þannig við hefðum alveg mátt gera það aðeins á hærra tempói og oftar."
Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |