Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 11. júní 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Potter er fyrsti kostur Leicester
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: EPA
Graham Potter er efstur á óskalista Leicester en það er Guardian sem greinir frá því.

Leicester er að leita að nýjum stjóra til að taka við af Enzo Maresca sem fór til Chelsea.

Potter hefur verið án félags eftir að hann var rekinn frá einmitt Chelsea í apríl 2023. Hann hafði áður gert góða hluti með Brighton, Swansea og Östersund í Svíþjóð.

Leicester er líka að skoða aðra stjóra og þar á meðal er Steve Cooper, fyrrum stjóri Nottingham Forest.

Leicester mun leika í ensku úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili eftir að hafa spilað eitt tímabil í Championship.
Athugasemdir
banner
banner
banner