„Ég er sáttur við sigurinn og sáttur við fyrri hálfleikinn, sérstaklega byrjuninna en seinni hálfleikurinn var þungur þreyttur og illa spilaður að okkar hálfu.“ Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari KA-manna eftir 1-0 sigur á Þór í nágrannaslagnum á Akureyri.“
Lestu um leikinn: KA 1 - 0 Þór
„Við byrjuðum þennan leik mjög vel í dag og skorum fínt mark og síðan þegar Sandor er rekinn útaf þá erum við að stinga boltanum inn á fríann mann. Mér fannst í fyrri hálfleik að við hefðum átt að klára þetta bara. Fengum mjög fínar sóknir og vorum bara ekki með nógu klók inn hlaup í teiginn.“
Sigurinn er KA-mönnum afar mikilvægur þar sem Víkingur frá Ólafsvík tapaði í dag. Aðspurður um það sagði Bjarni: „Þetta er hörku barátta. Mótið er bara hálfnað og það hefur ekkert lið farið upp í Júlí. Það fer ekkert lið upp fyrr en í september.“
Nánar er rætt við Bjarna í spilaranum fyrir ofan
Athugasemdir