Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 11. júlí 2020 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Antonio felldi Norwich með fernu
Antonio fagnar marki.
Antonio fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Norwich City er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir stutta dvöl í deild þeirra bestu. Niðurstaðan varð ljós eftir 0-4 tap gegn West Ham á heimavelli þar sem Michail Antonio fór á kostum í liði gestan aog skoraði fernu.

Norwich þurfti sigur en West Ham komst yfir á elleftu mínútu með marki Antonio. Útlitið var enn dekkra fyrir heimamenn þegar Antonio skoraði sitt annað mark fyrir leikhlé.

Enski sóknarmaðurinn bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik og fernan fullkomnuð. Lokatölur 4-0; Norwich fallið og West Ham komið sex stigum frá fallsvæðinu.

Líkurnar á því að Aston Villa og Bournemouth fari niður með Norwich eru miklar eftir að Watford vann Newcastle 2-1. Troy Deeney skoraði bæði mörk Watford úr vítspyrnum.

Bournemouth er núna sex stigum frá öruggu sæti og Aston Villa sjö stigum, en bæði þessi lið eiga þó leik til góða á Watford, sem er í 17. sæti.

Bournemouth mætir Leicester á heimavelli á morgun og Aston Villa tekur á móti Crystal Palace.

Norwich 0 - 4 West Ham
0-1 Michail Antonio ('11 )
0-2 Michail Antonio ('45 )
0-3 Michail Antonio ('54 )
0-4 Michail Antonio ('74 )

Watford 2 - 1 Newcastle
0-1 Dwight Gayle ('23 )
1-1 Troy Deeney ('52 , víti)
2-1 Troy Deeney ('82 , víti)

Klukkan 14:00 hefst leikur Liverpool og Burnley á Anfield. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Þeir leikir sem eru eftir í dag:
14:00 Liverpool - Burnley
16:30 Sheffield Utd - Chelsea
19:00 Brighton - Man City


Athugasemdir
banner
banner
banner