Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júlí 2020 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Leiknir R. tók fyrstu stigin af Fram
Lengjudeildin
Vuk Óskar Dimitrijevic.
Vuk Óskar Dimitrijevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík svaraði heldur betur tapinu gegn ÍBV fyrr í vikunni með því að fara í Safamýri í dag og vinna þar gríðarlega flottan útisigur á Fram sem hafði unnið alla leiki sína fyrir leikinn í dag.

Fyrsta markið kom á áttundu mínútu og var það skrautlegt sjálfsmark. „Þetta er mjööööööög skrýtið. Leiknismenn áttu aukaspyrnu af hægri kantinum. Ólafur Íshólm kemur í úthlaup og handsamar boltann. Það virtist þó einhver Leiknismaður hafa keyrt inn í hann sem veldur því að Ólafur hreinlega missir boltann frá sér og í netið. Ólafur þurfti aðhlynningu en er nú búinn að jafna sig. Afar undralegt fyrsta mark leiksins!" skrifaði Sigurður Marteinsson í beinni textalýsingu.

Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni í 2-0 á 34. mínútu og var staðan þannig í hálfleik. Vuk Oskar var aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik þegar hann kom Leikni í 3-0. Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, gerði fjórða markið á 57. mínútu.

Magnús Þórðarson kom inn af bekknum hjá Fram og náði að gera tvö mörk, minnka muninn í 2-4 áður en Máni Austmann Hilmarsson gekk frá leiknum fyrir Leikni.

Lokatölur 2-5 og frábær sigur Leiknis staðreynd. Leiknismenn fara upp í þriðja sæti með þessum sigri. Fram er í öðru sæti með 12 stig.

Annar leikur fór fram í dag og var hann á Grenivík þar sem heimamenn eru enn stigalausir eftir tap gegn Ólsurum. Staðan var 1-1 í hálfleik en Harley Willard skoraði sigurmark gestana í síðari hálfleiknum.

„Sýnist það vera Emir (gæti verið Indriði) sem á sendingu á Harley sem á lúmskt skot sem Stubbur býst ekki við, rennir boltanum í hægra markhornið," skrifaði Sæbjörn Þór Steinke Þórbergsson í beinni textalýsingu.

Víkingur Ó. er með sex stig um miðja deild en Magni er á botni deildarinnar - eina liðið án stiga.

Fram 2 - 5 Leiknir R.
0-1 Ólafur Íshólm Ólafsson ('8 , sjálfsmark)
0-2 Vuk Oskar Dimitrijevic ('34 )
0-3 Vuk Oskar Dimitrijevic ('54 )
0-4 Sævar Atli Magnússon ('57 )
1-4 Magnús Þórðarson ('62 )
2-4 Magnús Þórðarson ('67 )
2-5 Máni Austmann Hilmarsson ('73 )
Lestu nánar um leikinn

Magni 1 - 2 Víkingur Ó.
0-0 Harley Bryn Willard ('26 , misnotað víti)
0-1 Gonzalo Zamorano Leon ('30 )
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson ('45 , víti)
1-2 Harley Bryn Willard ('84 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner