Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cunha til Nottingham Forest (Staðfest)
Annar leikmaðurinn sem kemur frá Botafogo
Annar leikmaðurinn sem kemur frá Botafogo
Mynd: Nottingham Forest
Nottingham Forest hefur gengið frá kaupum á brasilíska varnarmanninum Jair Cunha sem kemur frá Botafogo í Brasilíu. Kaupverðið er óuppgefið en talið vera á bilinu 10-12 milljónir evra.

Cunha er tvítugur hafsent og skrifar undir fimm ára samning á City Ground.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Forest kaupir frá Botafogo í sumar en framherjinn Igor Jesus kom fyrr í þessum glugga.

Forest, sem endaði í 7. sæti úrvalsdeildarinnar í vetur, er að missa Anthony Elanga til Newcastle og Morgan Gibbs-White gæti farið til Tottenham, en þau félagaskipti eru í smá óvissu eins og er.
Athugasemdir
banner