Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zurich
Dómur Magga: Falleinkunn á þessu móti, því miður
Icelandair
EM KVK 2025
Þetta mót var svekkjandi.
Þetta mót var svekkjandi.
Mynd: EPA
Magnús Haukur Harðarson.
Magnús Haukur Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Næst er það að reyna að komast á HM.
Næst er það að reyna að komast á HM.
Mynd: EPA
„Stutta svarið er vonbrigði," segir Magnús Haukur Harðarson, sérfræðingur Fótbolta.net, um árangur Íslands á Evrópumótinu.

Stelpurnar okkar eru á leið heim með núll stig eftir riðlakeppnina. Þær töpuðu öllum sínum leikjum á mótinu, gegn Finnlandi, Sviss og svo Noregi.

„Svo má skoða alla vinklana á þessu en heilt yfir er það sóknarleikurinn sem verður okkur að falli þessu móti. Við vorum bara líklegar til að skora mörk eftir föst leikatriði lengst af. Opið spil var ekki nægilega gott og Karólína Lea verður að vera nær boltanum þegar við sækjum," segir Magnús Haukur.

Segja má að tapið gegn Finnlandi sé kannski það sem situr helst eftir í kjölfarið á þessu móti. Slæm byrjun sem felldi okkur eiginlega bara.

„Tapið gegn Finnum fór með þetta en við vorum andlausar og ekki tilbúnar í þeim leik," segir Maggi. „Flestum fannst við gera betur gegn Sviss en ég bara ekki sammála því þar sem við vorum ekki líklegar til að skora í þeim leik og maður beið smá eftir því að Sviss kæmi inn marki. Varnarleikurinn vissulega fínn en allar sóknaraðgerðir slakar nema í eitt eða tvö skipti og kom það þegar við leyfðum boltanum að vinna fyrir okkur."

Hvað þarf að gerast núna?
Það eru stórar spurningar sem vakna eftir þetta vonbrigðamót í Sviss. Hvað þurfum við að laga fyrir framhaldið?

„Það þarf að byrja í U16 og KSÍ þarf að fara vinna eftir einhverri stefnu svona eins og Finnar hafa gert, en það er ekki langt síðan Finnar rúlluðu yfir U19 ára lið okkar Íslendinga 3 - 1 þar sem íslenska liðið gerði lítið annað en að sparka fram og vona það besta," segir Maggi.

„Stanslaust rót á þjálfurum milli yngri landsliða á síðustu árum er ekki gott og KSÍ er með þjálfara í fullri vinnu við að velja leikmenn í þessi yngri landslið en það er alltaf valið bara eftir minni og þjálfarar nenna ekki einu sinni að athuga hvort leikmenn séu yfirleitt heilar eða meiddar."

„Vinnan þarf að byrja í grasrótinni og þá förum við að ná árangri á stærstu sviðum kvennafótboltans."

Það hefur mikið verið rætt og skrifað um stöðu Þorsteins Halldórssonar sem landsliðsþjálfara. Er kominn tími á breytingar þar?

„Þorsteinn er frábær þjálfari og allt hans starfslið er öflugt, en það virðist vanta einhvern ferskleika þarna inn og mögulega að taka aðeins meiri áhættur með liðsval," segir Maggi og bætir við:

„Gleymum því ekki að Steini rúllaði yfir þær þýsku en á þessu móti fær hann falleinkunn, því miður. Ég sá alltaf plan A en aldrei plan B eða C og inn á skiptingarnar gegn Sviss voru ekki góðar."

Fyrst förum við á HM
Maggi segir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður, hafi verið besti leikmaður liðsins á mótinu. Hún var að spila sínar fyrstu mínútur á stórmóti og stóð sig afar vel. En frá hvaða leikmönnum þurftum við meira á þessu móti?

„Það er auðvelt að benda á stærstu nöfnin en ég held að liðið í heild taki þetta á sig," segir Maggi en hvaða frá leikmönnum vill hann sjá meira frá eftir þetta mót?

„Augljósa svarið er Katla Tryggvadóttir og Amanda Andradóttir en það hefði verið frábært að hafa Emilíu Kiær á þessu móti."

Að lokum, hvað viltu sjá gerast hjá íslenska landsliðinu á næsta Evrópumóti eftir fjögur ár?

„Fyrst förum við á HM," sagði Maggi einfaldlega en undankeppni HM fer fram á næsta ári.
Athugasemdir
banner